Upphenging.jpg

UM/About

Jón Magnússon
Ásvallagötu 42
101 Reykavík
Iceland
Contact: Tel: 354-8248812
Email: jonmagnusson66@gmail.com

Vinnustofa/studio: Hólmaslóð 4

Born in 1966

Education:

Parsons School of Design Paris, BFA Bachelor of Fine Art, Illustration, 1988-1992

2008-2009 Iceland Academy of the Arts, Diploma in art teaching

2013-2015 Multimedia School, Diploma in multi media

Reykjavík School of Visual Art, Diploma of Contemporary Painting, 2016-2018

Work and exhibitions:

1989 Group exhibition, End of the year show, Parsons, Paris

1990 Group exhibition, End of the year show, Parsons, Paris

1991 Group exhibition, End of the year show, Parsons, Paris

1992 Group exhibition, End of the year show, Parsons, Paris

1993 Group exhibition „Óháð listahátíð“ Reykjavík, Iceland1994 Art direction, graphic design and illustration for magazine

„Heimsmynd“

1995 Art direction, graphic design and illustration for magazine „Eintak“

1995-1997 Art direction, graphic design and illustration for advertising agency XYZ.

1998-2005 Art direction, graphic design for danish publishing house Benjamin Media, Denmark

Exhibitions

2005 Exhibition at „Næsta Gallerý“ installation and paintings with my brother Ari Ergis Magnússon

2006 Graphic design for Jyllands Posten magaziner, Denmark

2007 Graphic design for Tv Glad, Denmark

2012-2013 Graphic design for publisher Birtingur, Reykjavik

2017 Group exhibition, End of the year show, Rvk School of Visual Art.

2018 Group exhibition, End of the year show, Reykjavík School of Visual Art.

2018 Group exhibition at „Listamenn Gallerý“

2018 Solo exhibition, „Gallerý Íslenskrar Grafíkur“
Artist statement

Undirbúningur fyrir verkin er að ég gríp símann þegar tækifæri gefst, vel svo myndina og byrja að blanda liti. Ljósmyndirnar mínar eru stökkpallur út í eitthvað sem á að verða spennandi málverk. Ég vill sjálfur taka myndirnar, það er mjög mikilvægt í þessu verkefni sem ég hef sett mér. Þegar undirbúning er lokið hefst málverkið. Mér finnst alltaf erfitt að byrja, er með sviðsskrek, byrjunarkvíða sem svo rjátlast af mér þegar á líður. Nú hef ég einsett mér að vinna eingöngu að því sem ég kýs að kalla „Snapshot painting“ það að fanga augnablikið í málverki. Ég tek myndir á símann, nota hann eins og filmu og framkalla þær í málverki, þannig verða verkin næstum eins og fréttamyndir, eitthvað sem er í gangi núna, contemporary, skrásetning nútímans, þess sem verður á vegi mínum, fjölskyldu, vinum og fólki sem ég hef áhuga á. Mín myndlist er ekki pólitískt hlaðin eða tilfinninga þrungin, í mínum augum er hún persónuleg, falleg og ég dreg áhorfandann inn í minn heim og áhorfandinn fær að sjá hann með mínum augum.. Ég vil taka fram að myndbyggingin sjálf, þykk máling og pensilskrift er aðalfókusinn í verkum mínum, ekki momentið endilega, ekki sagan á baki, bara málverkið sjálft, það verður að geta staðið á eigin fótum. Ég veit ekki hvað það er við þykka málingu, ég bara elska að fá áferðina og sjá vel pensilskriftina. Þeim mun meira, því betra. Ég fíla að horfa á verkin því af þeim stafar orka. Hver hreyfing pensilsins er skráð, eins og meitluð í stein. Ég trúi því að öll sköpun hafi góð áhrif og hvað mig varðar þá líður mér best fyrir framan trönurnar. Í allri góðri myndlist er líka óþekkt stærð, andi eða sál  sem er ekki hægt að útskýra. Þar kemur tengingin við fyrirmyndirnar inní, yfirleitt vinir mínir eða fjölskylda og kærleikur minn til þeirra sem gæðir myndirnar lífi.

Artist statement/ENGLISH

In preparation for my paintings I take pictures on my phone, anytime I get the chance, then choose the picture and start mixing oil colors. The photographs are my launchpad into something that’s hopefully is going to be a good painting. I want to take the pictures myself, it is very important in the task I’ve set for myself. When the preparations are complete, the painting begins. I always feel it´s hard to start, have stage fright, a start-up anxiety that slowly dissipates. I have decided to work solely on what I choose to call “Snapshot painting” series, to capture the moment in painting. I take pictures on my phone, basically use it as film and develop them on a canvas in a painting. The spontaneity in this process mimics the news, something that’s happening now, contemporary, today’s registry, anyone or anything that comes my way, family, friends and people I’m interested in. My art is not blatantly politically loaded or emotionally infused though it always will be for me personally. In my eyes the painting is personal, beautiful and I draw the viewer into my world, the viewer can see the world with my eyes. I want to emphasize that the image itself, the composition, the pure color, thick, heavy paint and brush strokes is the main focus of my work, not the moment necessarily, not the story behind, just the painting itself, it must be able to stand on it´s own. I do not know what it’s is with thick oil paint, I´m just mesmerized by the texture, the purety of color and to be able to see the brush strokes clearly. The more, the merrier. I like to look at the work because of the energy that stems from it. Each movement of the brush is recorded, like chiseled in stone. I believe that all creation has a good effect and  I do feel best in front of the easel.  In all good art is also an unknown size, a spirit or soul that can not be explained. The connection with the motive, usually family, my friends or people I care about is very important factor and indeed it is the love of these people and places that are the spark in my work.GREIN eftir JÓN B. K. RANSU

Á 19. öldinni, Þegar mannfræðingar vildu skrásetja hin ýmsu frumstæðu menningarsamfélög, kom það mörgum þeirra í opna skjöldu að innfæddir víða um heim óttuðust myndavélar. Fyrir hinn siðmenntaða mann var mynd af innfæddum einungis geymd sönnun um tilvist þeirra, en fyrir þeim innfæddu var myndin eins og önnur vídd þar sem andar og sálir þeirra væru festar í fangelsi.

Orðið „andlit“,  í íslenskri tungu, merkir útlit andans. Í því tilliti getur maður vel skilið hinn frumstæða mann sem horfir á eftirmynd af eigin andliti, frosið og dautt á tvívíðri mynd, og áttar sig ekki á ljóstæknifræðinni sem myndavélin byggir á eða þeirri staðreynd að ljósmyndin sýnist einfaldlega vera sönn þótt hún sé það ekki. Hún skráir augnablikið sem fyrir henni er, en þetta sama augnablik verður samt aldrei geymt í mynd, ekki frekar en andinn.

Í málverki snýr dæmið þó aðeins öðruvísi. Það vefst ekki fyrir neinum að máluð mynd af augnabliki sé í eðli sínu blekking. Rithöfundurinn og listmálarinn Julian Bell tekur skemmtilegt dæmi um þetta í bókinni What is Painting, þar sem hann bendir á að ef einhver sýni lögreglu ljósmynd af glæp, sé ljósmyndin tekin sem sönnunargagn um að glæpurinn hafi verið framinn. Komi hins vegar einhver með málverk af samskonar glæp dugar það aldrei sem sönnun. Málverk er bara ekki trúverðug skrásetning á augnabliki. Til þess er það of bundið skáldskaparlistinn.

Í málaralistinni má samt finna þá einkennilegu mótsögn að þótt listmálarinn viti að hann sé að skálda myndir með litum, formum og efni er hann oftar en ekki að leitast eftir einhverju sönnu. Hollenski listmálarinn Vincent Van Gogh ritaði til að mynda í bréfi til bróður síns að í málverki þyrfti hann að styðjast við lygina til þess að ná fram sannleikanum. Fyrir Van Gogh snerist málaralistin ekki um skrásetningu í myndum heldur um að ná fram tilfinningalegum áhrifum. Þau eru vissulega sönn þótt myndin kunni að vera lygi. 

Með þessum hætti horfi ég einnig á málverk Jóns Magnússonar. Hann tekur skyndimyndir á snjallsímanum sínum af augnablikum, einhverjum atburðum sem eiga sér stað í hans daglega lífi eða af andlitum manna og kvenna sem hann hittir á förnum vegi. Þessum myndum er þó ekki ætlað að sanna tilvist einhvers augnabliks. Þvert á móti er þeim ætlað hlutverk í skáldskap málaralistar. Jón notar þær sem fyrirmyndir í málverk. Hann málar hratt og örugglega eftir snjallsímamyndunum, eins og til að heimfæra skyndimenningu samtímans í málverkið, um leið og hann takmarkar raunsæi myndanna en ljáir þeim þess í stað þétta áferð og efniskennd. 

Jón er ekki að fást við skrásetninguna sem slíka. Ef svo væri þyrfti hann ekki að mála eftir snjallsímamyndunum. Þær eru nægar skrásetningar, hver fyrir sig. Jón leitast eftir tilfinningalegum áhrifum í málverkinu og glímir þar við útlit andans. Ekki þannig að hann sé að fanga andann í mynd eins og hinn frumstæði maður áleit myndavélina gera, heldur er hann að kalla fram andann í efninu. Það, leyfi ég mér að segja, er lygilegur sannleikur málverksins.

Jón B. K. RansuGrein eftir Jón Proppé

Málverk og teikningar eru flókin fyrirbæri. Þau fanga augnablik en eru um leið eins konar túlkun eða endursögn á augnablikinu sem þau sýna. Stundum segja þau ósatt. Jón Magnússon reynir að skýra þetta augnablik í málverkum sínum – þar sem eitthvað sem hann sér í andrá verður að mynd og síðan að málverki. Hann tekur mynd á símann og svo verður þessi mynd að málverki þar sem pensilskrftin endurtúlkar augnblikið í hröðum, breiðum strokum og smáatriðin þurrkast út en litahrifin og tilfinning augnabliksins sitja eftir.

Það er að vissu leyti undarlegt að málverk og teikningar skuli enn skipa stóran sess í myndlist, ekki bara á Vesturlöndum heldur um allan heim. Síðustu áratugi hafa margir spáð dauða málverkins en þær spár hafa ekki ræst. Ástæðan fyrir því er líklega einmitt þetta sem Jón er að fanga í myndum sínum: Hið undarlega bil milli upplifunar og túlkunar.

Það er einmitt í þessu bili sem tilvera okkar liggur. Ekkert okkar er fullkomlega normal eða eitthvað annað. Við finnum okkur mismunandi leiðir gegnum lífið en það sem meira er um vert er ef við finnum okkur leiðir til að tjá upplifun okkar af lífinu og þá ekki síst af fólkinu sem er okkur samferða. Þarna hefur Jón fundið sér leið til að túlka allt sem mestu máli skiptir: Nærveru, umhyggju og ást.

Jón Proppé