Upphenging.jpg

UM/About

Jón Magnússon
Ásvallagötu 42
101 Reykavík
Iceland
Tel: 354-8248812

https://www.instagram.com/jon_magnusson_artist/

facebook.com/jon.magnusson.90
Email: jonmagnusson66@gmail.com

Vinnustofa/studio: Hólmaslóð 4

Education:

1988-1992 Parsons School of Design Paris, BFA Bachelor of Fine Art, Illustration

2008-2009 Iceland Academy of the Arts, Diploma in art teaching

2013-2015 Multimedia School, Diploma in multimedia

2016-2018 School of Visual Art, Reykjavik, Diploma of Contemporary Painting,

Exhibitions:

2005 Two man show at Næsta Gallerý installation and paintings with Ari Alexander Ergis Magnússon

2017 Solo exhibition, „Snapshot Portraits“ Rvk School of Visual Art

2017 Group exhibition, End of the year show, Rvk School of Visual Art.

2018 Group exhibition, End of the year show, Reykjavík School of Visual Art.

2018 Group exhibition at Listamenn Gallerý „This is art“

2018 Solo exhibition, Snapshot Portraits at Gallerý Íslenskrar Grafíkur

2018 Art Fair„Icelandic Union of Artists, SIM“ .

2019 Art Fair„Icelandic Union of Artists, SIM“ .

2019 Group exhibition Ásmundarsal. Best of Icelandic contemporary art.

2020 Two man show Listamenn Gallery „Double Vision“ with Hulda Vilhjálmsdóttir

2020 Group exhibition „art365“ Reykjanes Art Museum

2020 Group exhibition Ásmundarsal. Best of Icelandic contemporary art.

2020 Group exhibition Icelandic Union of Artists, SIM

2020 Solo exhibition „Memories“ SIM GALLERY Icelandic Union of Artists, SIM.

2020 Group exhibition „Kanill“ Icelandic Union of Artists, SIM, Kirkjuhúsinu

2021 Group exhibition Portrait Now, National Historisk Museum, Danmörku

2021 Samsýning Portrait Now, Ljungbergmuseet, Svíþjóð

2021 Art Fair Icelandic Union of Artists,SÍM Korpúlfsstöðum

2021 Group exhibition Ásmundarsal „This is Christmas“ Best of Icelandic contemporary art.

2021 Group exhibition Mutt Gallerý. Best of Icelandic contemporary art.

2021 Solo exhibition Gallerý Göng Háteigskirkju „Heavens agreement“

2022 Solo exhibition Mokka

The final destination

Driven by a desire to paint and working from the heart, Jon Magnusson explores the human condition in his wide-ranging paintings and drawings. Born in 1966 in Reykjavík, Iceland, he studied illustration at Parsons School of Design, Paris completing a BFA in 1992. As he explains: “I reflect a certain desire in my work, I want my work to be authentic and reflective of my memories, and my environment, the society I'm living in, my friends and family, observations of contemporary life and culture. That's what I'm interested in. The work is nothing if not all about the world I live in. I feel totally free in my painting and subject matter. I love both thick and thin paint and always pay attention to brushstrokes.I have worked a lot from my own photographs and when I see something on the internet that interests me or relates to me on some level I take it and make it my own. Every painting is a revelation to me and in the end it’s all about the painting, the final destination .

Influenced by Expressionism, Impressionism, surrealism, and Bay Area Figurative Movement and lots of contemporary artists.

Grein um sýninguna „Minningar“ eftir Aðalstein Ingólfsson

Jón Magnússon: Sem í fjarlægð

Það má alveg halda því fram að öll myndlist sé sjálfsævisöguleg, að ákvarðanir myndlistarmanns, hversu torkennilegar sem þær sýnast öðrum, séu á endanum afleiðing þeirra þátta sem mynda persónuleika einstaklings. Og að einlægni listamanns sé í raun ekkert annað en fyllsti trúnaður við hið persónulega. 

Hins vegar hafa náin tengslin milli lífs og listar Jóns Magnússonar ævinlega legið í augum uppi. Í myndum hans sjáum við skýrt og greinilega nánasta umhverfi hans, vinahóp og annað fólk sem hann hittir á könnunarferðum sínum um bæinn. Enduróman af tónlistinni sem hann hlustar á og myndabókunum sem hann flettir birtast iðulega í litríkum málverkum hans og teikningum. Og ekki nóg með það, því litirnir í verkunum gefa okkur einnig til kynna hvað Jóni finnst um það sem hann horfir á og hlustar á. Sá hæfileiki er ekki öllum myndlistarmönnum gefinn.

En það er öllum hollt að horfa til baka. Í sýningu sinni hér í húsakynnum SÍM hefur Jón komið fyrir ævisögulegum stiklum, sem gefa skýrari mynd af þroskaferli hans en við höfum áður séð. Það sem hann man útlistar hann af þeirri nákvæmni sem honum er eiginleg, það sem honum er hulið sveipar hann blárri slikju fjarlægðarinnar. 

Við sjáum blátónaðar svipmyndir af foreldrum hans, teiknimyndahetjur í öllum regnbogans litum (Tinni og Viggó Viðutan) að ógleymdum bíóhetjunum (Bruce Lee), myndlistina sem kveikti í honum löngunina til að mála ( Leonardo, Erró...); síðan  hvolfist yfir Jón gelgjuskeiðið með tónlist Elvis og draumadísum, lífs og liðnum (Greta Garbo, Coco Chanel). Yfir þessu lífshlaupi vakir svo ein dís öðrum æðri, Björk Guðmundsdóttir í glóandi purpuralitum.

Hér blasir alls staðar við fölskvalaus einlægni Jóns Magnússonar, honum er lífsins ómögulegt að koma fram öðruvísi en hann er klæddur.



Aðalsteinn Ingólfsson

Grein um sýninguna „Tvísýni“ Jóns Magnússonar og Huldu Vilhjálmsdóttur eftir Jón Proppé

Það gerist eitthvað mjög sérstakt þegar listamaður málar portrett eftir lifandi fyrirmynd. Samband listamanns og fyrirsætu verður persónulegt því markmiðið er ekki aðeins að fanga svip manneskjunnar heldur að reyna að kafa undir yfirborðið og ná að túlka persónuna eins og hún birtist listamanninum. Þar hefur hver listamaður sinn háttinn á, sinn skilning á manneskjunni, sinn stíl og sína túlkun.

Sýning Huldu Vilhjálmsdóttur og Jóns Magnússonar fjallar um þetta ferli – um það hvernig portrettmálverk verður til og hvað gerist í sköpuninni. Hulda útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2000 og hefur síðan haldið tugi einkasýninga og tekið þátt í ótal samsýningum. Jón lærði hins vegar myndskreytingu og myndlist við Parsons-listaháskólann í París fyrir um þremur áratugum en settist svo seinna í málaradeild Myndlistaskólans í Reykjavík undir handleiðslu Jóns H.B. Ransu. Hulda og Jón hafa bæði fyrst og fremst fengist við fígúratíf málverk. Einstakan stíl Huldu þekkja líklega flestir og litríkar mannamyndir Jóns hafa líka vakið athygli þar sem hann hefur sýnt.

Jón og Hulda deila vinnustofu þar sem þau mála alla daga hlið við hlið. Hugmyndin að þessari sýningu kviknaði fyrir tveimur árum og er afrakstur af þessari samvinnu. Þau hafa undanfarið fengið konur til sín til að sitja fyrir á vinnustofunni og bæði málað portrett af þeim, hvort frá sínu sjónarhorni og hvort út frá sinni listrænu sýn.

Á sýningunni sést vel hvað portrettmálverk er langt frá því að vera bara hlutlaus skráning á fyrirmyndinni. Ólík nálgun listamannanna kemur greinilega fram þegar maður sér myndir þeirra af sömu konunum. Hulda hefur sinn mótaða en persónulega stíl, örlítið expressjónískan en fyrst og fremst tilfinningaríkan. Portrettmyndir hennar fanga tilfinningu augnabliksins og maður skynjar sterkt hvernig samband hefur myndast milli hennar og fyrirsætunnar. Nálgun Jóns er agaðri og hann leitast við að fanga svip og hollningu manneskjunnar með fáum, sterkum pensilstrokum og er óhræddur við að nota sterka liti til að túlka persónu og andrými. Bæði mála þau af öryggi en þó má skynja leitina í þessum myndum – leitina að rétta svipnum, rétta sjónarhorninu og rétta augnablikinu þegar persónan birtist og er túlkuð á strigann.

Það eru ekki margir málarar sem fást lengur við að mála portrett eftir lifandi fyrirmynd en það var áður eitt algengasta viðfangsefni þeirra. Það er miður því ef vel tekst til verða einhverjir töfrar til í þessu samstarfi listamanns og fyrirsætu. Það er mjög nærgöngult þegar ein manneskja starir á aðra, jafnvel klukkutímum saman. Það kallar á gagnkvæmt traust og þolinmæði. Þótt fyrirsætan sitji kyrr verða alltaf einhverjar hreyfingar og svipbrigði, lifandi dagsbirta leikur um manneskjuna og teiknar fram ótal litbrigði í húðinni. Það verður samtal milli listamanns og fyrirsætu og þótt við áhorfendur vitum ekki hvað sagt var skynjum við í verkinu það andrými sem myndast hefur á vinnustofunni.

Á sýningu Huldu og Jóns gefst sérstakt tækifæri til að íhuga þetta samstarf þegar við sjáum hve ólík verkin eru þótt þau hafi verið að mála sömu konuna og á sama tíma. Portrettmálverk er svo miklu meira en bara mynd af manneskju.

Jón Proppé

GREIN um „Skyndimyndir“ EFTIR JÓN B. K. RANSU

Á 19. öldinni, Þegar mannfræðingar vildu skrásetja hin ýmsu frumstæðu menningarsamfélög, kom það mörgum þeirra í opna skjöldu að innfæddir víða um heim óttuðust myndavélar. Fyrir hinn siðmenntaða mann var mynd af innfæddum einungis geymd sönnun um tilvist þeirra, en fyrir þeim innfæddu var myndin eins og önnur vídd þar sem andar og sálir þeirra væru festar í fangelsi.

Orðið „andlit“,  í íslenskri tungu, merkir útlit andans. Í því tilliti getur maður vel skilið hinn frumstæða mann sem horfir á eftirmynd af eigin andliti, frosið og dautt á tvívíðri mynd, og áttar sig ekki á ljóstæknifræðinni sem myndavélin byggir á eða þeirri staðreynd að ljósmyndin sýnist einfaldlega vera sönn þótt hún sé það ekki. Hún skráir augnablikið sem fyrir henni er, en þetta sama augnablik verður samt aldrei geymt í mynd, ekki frekar en andinn.

Í málverki snýr dæmið þó aðeins öðruvísi. Það vefst ekki fyrir neinum að máluð mynd af augnabliki sé í eðli sínu blekking. Rithöfundurinn og listmálarinn Julian Bell tekur skemmtilegt dæmi um þetta í bókinni What is Painting, þar sem hann bendir á að ef einhver sýni lögreglu ljósmynd af glæp, sé ljósmyndin tekin sem sönnunargagn um að glæpurinn hafi verið framinn. Komi hins vegar einhver með málverk af samskonar glæp dugar það aldrei sem sönnun. Málverk er bara ekki trúverðug skrásetning á augnabliki. Til þess er það of bundið skáldskaparlistinn.

Í málaralistinni má samt finna þá einkennilegu mótsögn að þótt listmálarinn viti að hann sé að skálda myndir með litum, formum og efni er hann oftar en ekki að leitast eftir einhverju sönnu. Hollenski listmálarinn Vincent Van Gogh ritaði til að mynda í bréfi til bróður síns að í málverki þyrfti hann að styðjast við lygina til þess að ná fram sannleikanum. Fyrir Van Gogh snerist málaralistin ekki um skrásetningu í myndum heldur um að ná fram tilfinningalegum áhrifum. Þau eru vissulega sönn þótt myndin kunni að vera lygi. 

Með þessum hætti horfi ég einnig á málverk Jóns Magnússonar. Hann tekur skyndimyndir á snjallsímanum sínum af augnablikum, einhverjum atburðum sem eiga sér stað í hans daglega lífi eða af andlitum manna og kvenna sem hann hittir á förnum vegi. Þessum myndum er þó ekki ætlað að sanna tilvist einhvers augnabliks. Þvert á móti er þeim ætlað hlutverk í skáldskap málaralistar. Jón notar þær sem fyrirmyndir í málverk. Hann málar hratt og örugglega eftir snjallsímamyndunum, eins og til að heimfæra skyndimenningu samtímans í málverkið, um leið og hann takmarkar raunsæi myndanna en ljáir þeim þess í stað þétta áferð og efniskennd. 

Jón er ekki að fást við skrásetninguna sem slíka. Ef svo væri þyrfti hann ekki að mála eftir snjallsímamyndunum. Þær eru nægar skrásetningar, hver fyrir sig. Jón leitast eftir tilfinningalegum áhrifum í málverkinu og glímir þar við útlit andans. Ekki þannig að hann sé að fanga andann í mynd eins og hinn frumstæði maður áleit myndavélina gera, heldur er hann að kalla fram andann í efninu. Það, leyfi ég mér að segja, er lygilegur sannleikur málverksins.

Jón B. K. Ransu



Grein um „skyndimyndir“ eftir Jón Proppé

Málverk og teikningar eru flókin fyrirbæri. Þau fanga augnablik en eru um leið eins konar túlkun eða endursögn á augnablikinu sem þau sýna. Stundum segja þau ósatt. Jón Magnússon reynir að skýra þetta augnablik í málverkum sínum – þar sem eitthvað sem hann sér í andrá verður að mynd og síðan að málverki. Hann tekur mynd á símann og svo verður þessi mynd að málverki þar sem pensilskrftin endurtúlkar augnblikið í hröðum, breiðum strokum og smáatriðin þurrkast út en litahrifin og tilfinning augnabliksins sitja eftir.

Það er að vissu leyti undarlegt að málverk og teikningar skuli enn skipa stóran sess í myndlist, ekki bara á Vesturlöndum heldur um allan heim. Síðustu áratugi hafa margir spáð dauða málverkins en þær spár hafa ekki ræst. Ástæðan fyrir því er líklega einmitt þetta sem Jón er að fanga í myndum sínum: Hið undarlega bil milli upplifunar og túlkunar.

Það er einmitt í þessu bili sem tilvera okkar liggur. Ekkert okkar er fullkomlega normal eða eitthvað annað. Við finnum okkur mismunandi leiðir gegnum lífið en það sem meira er um vert er ef við finnum okkur leiðir til að tjá upplifun okkar af lífinu og þá ekki síst af fólkinu sem er okkur samferða. Þarna hefur Jón fundið sér leið til að túlka allt sem mestu máli skiptir: Nærveru, umhyggju og ást.

Jón Proppé